FVH leitar að nýjum framkvæmdastjóra

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% stöðu. FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða.

Framkvæmdastjóri heldur utan um fjármál og félagatal, sinnir kynningar- og markaðsstarfi, skipuleggur viðburði og sinnir daglegum rekstri út frá leiðsögn stjórnar félagsins.

Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í viðskiptafræði eða hagfræði
• Reynsla af markaðsmálum og skipulagningu viðburða
• Þekking á upplýsingatækni fyrir vefsíðu, samfélagsmiðla og póstútsendingakerfi
• Gott vald á rituðu máli
• Agi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til 25. júní og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir og ferilskrá óskast sendar á fvh@fvh.is. Nánari upplýsingar gefur Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH í síma 899-0645.