Íslensku þekkingarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Sjóminjasafni Íslands þann 18.mars sl. Íslandsbanki hlaut þekkingarverðlaunin að þessu sinni fyrir góðan árangur í mannauðsmálum. Tvö önnur fyrirtæki hlutu tilnefningu en það voru Reiknistofa bankanna og upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group var einnig heiðraður sem viðskiptafræðingur ársins. Forseti Íslands og verndari þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni.
UM OKKUR
OPNUNARTÍMI
Skrifstofan er opin eftir samkomulagi
Vinsamlegast sendið beiðni á
fvh@fvh.is.