Fjárfestingar lífeyrissjóðanna á vel sóttum morgunfundi

 

Af vel sóttum morgunfundi FVH og Endurmenntunar
Af vel sóttum morgunfundi FVH og Endurmenntunar

Fjallað var um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði á morgunfundi Endurmenntunar og FVH. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða með erindi og bjóða upp á spurningar.

Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs, talaði stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað mest fjármagn í stýringu á Íslandi.Birgir hefur starfað við eignastýringu LSR lífeyrissjóðs í meira en 8 ár auk þess að hafa setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum banka og fjármálastofnanna, samtök lífeyrissjóða og annarra. Birgir sagði að fáir fjárfestingarkostir væru í boði miðað við hversu mikið innflæði iðgjalda væri ár hvert.

Ásta Rut Jónasdóttir hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá árinu 2009 en hún starfar sem sérfræðingur hjá Actavis. Hún sagði frá því að 28% eigna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna væru erlendar og hefði tekist að viðhalda svo háu hlutfalli erlendra eigna samhliða stækkun sjóðsins frá árinu 2008 úr 250 milljörðum í 480 núna.

Samstarf FVH og Endurmenntunar HÍ

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) og Endurmenntun Háskóla Íslands eru í samstarfi með það að markmiði að efla þekkingu og styðja endurmenntun félagsmanna FVH: Samstarfið felst meðal annars í reglulegum morgunfundum, fræðslukönnun og að auki fá félagsmenn FVH afslátt af völdum námskeiðum á vegum Endurmenntunar.