Fjárfestingar í núverandi umhverfi – morgunfundur 30. september

FVH stendur fyrir morgunfundi um fjárfestingar í núverandi umhverfi þann 30. september í samstarfi við Endurmenntun HÍ. Fjallað verður um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða með erindi og bjóða upp á spurningar.

Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs, talar stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað mest fjármagn í stýringu á Íslandi. Skoðað verður mengi fjárfestinga heima og að heiman sem og hegðun þeirra á íslenskum markaði.

Birgir Stefánsson hefur starfað við eignastýringu LSR lífeyrissjóðs í meira en 8 ár auk þess að hafa setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum banka og fjármálastofnanna, samtök lífeyrissjóða og annarra.

Ásta Rut Jónasdóttir hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá árinu 2009 en hún starfar sem sérfræðingur hjá Actavis.

Morgunfundurinn verður haldinn í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 kl.8:15 þriðjudaginn 30. september og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn FVH.

Skráning: