Framúrskarandi námskeið Opna háskólans á „Executive Summary“ hraða

FVH í samstarfi við Opna háskóla í HR stendur fyrir hádegisverðarfundi þriðjudaginn 11. mars kl. 12.00 til 13.15 í Opna háskólanum í HR.

Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Opna háskólans í HR framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 mínútna „Executive Summary“ eða hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Dagskráin er eftirfarandi:

1.  Markþjálfun (Executive Coaching) – Lára Óskarsdóttir, ACC stjórnendamarkþjálfi hjá Vendum.

2.  Árangursrík samskipti: Hlutverk stjórnenda – Sigríður Hulda Jónsdóttir

3.  Líkanagerð fyrir rekstraráætlanir, arðsemismat og verðmat & Reiknitækni í rekstri fyrirtækja – Páll Jensson, prófessor í rekstrarverkfræði, forstöðumaður fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við tækni- og verkfræðideild HR.

4.  Arðsemisgreining – Dr. Páll Ríkharðsson, forstöðumaður meistaranáms á sviði fjármála og endurskoðunar við viðskiptadeild HR.

5.  Nýjungar í meistaranámi við viðskiptadeild HR – Dr. Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti viðskiptadeildar HR.

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn FVH.

Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Opna háskólann í HR

Bókaðu þig strax !