Fimm framúrskarandi námskeið Opna háskólans á „Executive Summary“ hraða 5 x 15 mín

FVH í samstarfi við Opna háskóla í HR stendur fyrir hádegisverðarfundi þriðjudaginn 8. október kl. 11.45 til 13.00 á Hilton hótel Nordica.

Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Opna háskólans í HR framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 mínútna „Executive Summary“ eða hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Dagskráin er eftirfarandi:

11.45 Beyond Budgeting – Stjórnunarmódelið og hvernig fyrirtæki eru rekin án hefðbundinna fjárhagsáætlana

Axel Guðni Úlfarsson, hagdeild Össurar

12.00 Viðburðarstjórnun

Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOWair og formaður Almannatengslafélags Íslands

12.15 Leiðir til úrlausna krefjandi starfsmannamála

Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri og margverðlaunaður mannauðsstjóri

12.30 Agile og Lean – Viðskiptahliðar fyrir þá sem starfa með þróunarteymum

Haraldur Kristjánsson MSc í Business Informatics og sérfræðingur í stjórnun upplýsingatækniverkefna

12.45 Linked-in og við sem vörumerki

Þorvarður Goði Valdimarsson, markaðsráðgjafi

Aðgangseyrir er 3.950 kr. fyrir félaga og 5.950 kr. fyrir aðra. Boðið er upp á hádegisverð.

Bókaðu þig strax !

Skráning

Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Opna háskólann í HR