Viðburðir FVH
Eldri streymdir viðburðir
Nýlegir vibburðir
Viðburðurinn fór fram 7. október 2021.
Áhugi almennings á fjárfestingum hefur aukist á síðustu misserum sem endurspeglast m.a. í aukinni þátttöku almennings í útboðum. Nýlega birtist frétt þess efnis að hvergi hefði hlutabréfaverð hækkað jafn mikið og hérlendis undanfarna 12 mánuði, en hvað þýðir það fyrir hinn almenna fjárfesta? Áður fjölluðum við um fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi en í næsta viðburði FVH spyrjum við okkur hvert á fjármagn að leita í hækkandi vaxtaumhverfi. Hvað olli þessum hækkunum undanfarna mánuði og er toppnum náð? Er skynsamlegt að bregðast við með því að færa sparnaðinn undir koddann eða eru kannski spennandi tækifæri til staðar í umhverfi sem þessu?
BALDUR THORLACIUS – Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland
DAVÍÐ STEFÁNSSON – Sjóðstjóri hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða hjá AKTA.
JÓHANN GEORG MÖLLER – Framkvæmdastjóri Stefnis
ANÍTA RUT HILMARSDÓTTIR – Sérfræðingur í eignastýringu hjá Fossum mörkuðum og meðstofnandi Fortuna Invest
FUNDARSTJÓRI:
RUT KRISTJÁNSDÓTTIR – Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance og stjórnarmeðlimur FVH
Síðasti séns!
Fjarlægt af vef 31 maí 2024
Viðburðurinn fór fram 13. apríl 2021
Þema Þekkingardagsins 2021 er „Nýsköpun í rótgrónum rekstri“. Á síðustu vikum hefur dómnefnd farið yfir fjölda umsókna um Þekkingarfyrirtæki ársins og eru tvö fyrirtæki í úrslitum og munu þau flytja stutt erindi á deginum. Einnig mun Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, taka við verðlaunum sem hagfræðingur ársins 2020.
Við hefjum daginn á að skyggnast inn í hvernig N1 og Bláa Lónið hafa þróað sinn rekstur á síðustu árum með nýsköpun og ýmsum beytingum.
DÓMNEFND ÞEKKINGARDAGS FVH 2021:
Magnús Þór Torfason- Prófessor við Háskóla Íslands- Formaður dómnefndar
Sigríður Mogensen, Sviðstjóri hugverkasviðs hjá SI
Einar Eiðsson, Analytics Director hjá Klarna
Lára Hrafnsdóttir, Senior Manager í viðskiptaþróun og markaðsetningu hjá Lucinity og stjórnarmaður FVH
Telma Eir Aðalsteinsdóttir, Framkvæmdastjóri FVH
Orkurík framtíð
MAGNÚS JÚLÍUSSON– Deildarstjóri orkusviðs N1
30 ár saga nýsköpunar
ÞÓREY G. GUÐMUNDSDÓTTIR– Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa Lónsins
15:00 Verðlaunafhending- raddir vinningshafa
HJÖRTUR ERLINGSSON, Forstjóri Hampiðjunnar
VILBORG HELGA HARÐARDÓTTIR, Forstjóri Já
ÁSGEIR JÓNSSON, Seðlabankastjóri
Forseti Íslands GUÐNI TH. JÓHANNESSON afhendir þrenn verðlaun: Þekkingarverðlaun ársins 2021, viðurkenningu í vali vegna Þekkingarverðlauna 2021 og verðlaun fyrir hagfræðing ársins 2021.
FUNDASTJÓRI:
ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Viðburðurinn fór fram 4. mars 2021
Næsti viðburður FVH mun fjalla um fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi. Meginvextir Seðlabanka Íslands hafa aldrei verið lægri í sögunni og stendur Ísland því frammi fyrir nýjum áskorunum. Við munum ræða við sérfræðinga úr nokkrum áttum um hvernig er hægt að ávaxta peninga í slíku umhverfi. Við munum meðal annars ræða tækifæri sem fylgja vaxtamun við útlönd og innflæði í framtaks- og vísisjóði á síðustu árum sem og áskoranir sem fylgja 3,5% uppgjörskröfu lífeyrissjóða.
AGNAR MÖLLER– Sjóðsstjóri hjá Kviku Eignastýringu
GUNNAR PÁLL TRYGGVASON– Framkvæmdastjóri Alfa framtaks
SNÆDÍS ÖGN FLOSADÓTTIR– Framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍS og rekstrarstjóri Lífeyrisauka
FUNDARSTJÓRI:
HARPA RUT SIGURJÓNSDÓTTIR, Viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Arion banka
Viðburðurinn fór fram 27. janúar 2022
Á fyrsta viðburði ársins 2022 munum við rýna í verslun og þjónustu á síðstu mánuðum ársins 2021. Við ætlum að skoða „fimmta ársfjórðunginn“ eða Q5, tímabilið frá 11.11 til jóla, en á því tímabili sækja mörg fyrirtæki stærstan hluta tekna sinna. Við fáum til okkar aðila úr ólíkum áttum sem munu flytja erindi um hvernig þau hafa náð að færa sér í nyt þau tækifæri sem afsláttardagar þessa tímabils innifela og hvernig þróunin hjá þeim hefur verið síðustu ár. Einnig munum við kafa ofan í tölur frá Meniga til að fá dýpri innsýn í hvað er að gerast á þessu tímabili.