Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Opni háskólinn í HR standa fyrir hádegisverðarfundi 4.nóvember nk. þar sem kynnt verða þrjú námskeið á sviði stafrænnar markaðssetningar. Fundurinn er settur upp með nokkurs konar „brot af því besta“ fyrirkomulagi þar sem hver fyrirlestur er um 15 – 20 mínútna hröð samantekt á námskeiðinu fyrir stjórnendur og sérfræðinga.
Kynnt verða þrjú námskeið sem eru í boði hjá Opna Háskólanum, en þau eru :
1) Stafræn viðskipti og uppbygging á vefsvæðum – hvernig fyrirtæki geta notað stafræna miðla til að ná til viðskiptavina, greint sitt stafræna umhverfi og hvernig byggja eigi upp vefsvæði.
2) Snjallsímar, spjaldtölvur og markaðssetning – helstu leiðir í markaðssetningu á snjalltækjum.
3) Stefnumótun stafrænna markaðsherferða – samþætting miðla og mælinga.
Valdimar Sigurðsson og Ari Steinarsson sjá um kynningarnar.
Hádegisverðarfundurinn verður haldinn í stofu M217 í Opna háskólanum í HR 4.nóvember nk. frá kl.12:00 til 13:15 .
Fundurinn er frír og opinn öllum og verður boðið upp á léttar veitingar.