Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi 17. febrúar nk. frá 8:30-9:30 þar sem kynnt verða þrjú námskeið á sviði stjórnunar og leiðtogahæfni.
Fundurinn er settur upp með nokkurs konar „brot af því besta“ fyrirkomulagi þar sem hver fyrirlestur er um 15 – 20 mínútna hröð samantekt á námskeiðinu fyrir stjórnendur og sérfræðinga.
Þrír kennarar fara stuttlega yfir eftirfarandi námskeið:
• Henry Alexander Henrysson –
Gagnrýnin hugsun við ákvarðanatöku
• Kristín Baldursdóttir –
Stjórnun og leiðtogahæfni – í anda þjónandi forystu
• Kristinn Óskarsson –
Hvatning og starfsánægja – áhrif stjórnenda
Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og býður FVH félagsmönnum upp á létta morgunhressingu.
Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH, mun stýra fundinum.
Hvenær: Mið. 17. feb. frá kl. 8:30 – 9:30
Hvar: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.
Fundurinn er ætlaður félagsmönnum í Félagi viðskipta- og hagfræðinga.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn HÉR.