Bæta kaupréttir og bónusar frammistöðu starfsmanna? Hádegisfundur FVH 10.nóvember nk.

Vinnuveitendur geta greitt starfsfólki með ólíkum hætti en í hve miklum mæli er hagkvæmt að nota bónusgreiðslur eða kauprétti til móts við föst laun? Hvaða kosti og galla hefur það í för með sér fyrir fyrirtækið?

Til þess að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gunnar Haugen, sálfræðing og ráðgjafa hjá Capacent til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 10.nóv nk. á Grand Hótel Reykjavík. Gunnar hefur sérhæft sig í þessum málum og mun ræða þau út frá fræðilegu sjónarhorni í erindi sínu á fundinum. Að lokinni framsögu Gunnars verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum sem hafa góða innsýn í málin munu bregðast við framsögunni og taka á efni fundarins.

Drög að dagskrá:
Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Tímasetning: Fimmtudagurinn 10.nóvember 2016 kl 12:00-13:15.
Fundarstjóri: Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Apríl almannatengsla

Framsögumaður: Gunnar Haugen, ráðgjafi hjá Capacent

Umræður í panel þar sem brugðist verður við erindi Gunnars.
– Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
– Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Vizido og stjórnarformaður Kolibri
– Gunnar Haugen, ráðgjafi frá Capacent
– Valdís Arnórsdóttir, Director of HR operation hjá Marel

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara. Til að hjálpa okkur að móta umræður fundarins viljum við biðja þig að svara þessari örstuttu könnun. Könnunin er nafnlaus og ekki verður hægt að rekja svör til einstaklinga.

Áætluð fundarlok kl 13:15.
Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 10.nóvember, milli 12:00-13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skránig á fundinn fer fram hér að neðan:

Online Form powered by