Árlegt golfmót FVH haldið 9.september nk.

 

Eftir vel heppnað golfmót í fyrra er loks komið að næsta golfmóti Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Golfmótið í ár verður haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík, föstudaginn 9.september. Mótið verður ræst út kl. 14:00 og verður rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30 frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. (Rútufarið mun kosta 2000kr á mann og biðjum við þá sem ætla að nýta sér það að skrá sig með því að senda póst á fvh@fvh.is með nafni og símanúmeri).

Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgj. 20+, en hámarks forgjöf er 28). Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta framhjá sér fara.

Þátttökugjald er 8.500 krónur á manninn, innifalið mótsgjald og ljúffengt lambakjöt og bernaise í golfskálanum. Allir eiga mjög góða möguleika á vinning en vinningarnir í ár eru fjölmargir og veglegir. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt en  fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því best að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

  • Golfmót FVH föstudaginn 9.september kl. 14:00 á Húsatóftarvelli í Grindavík
  • Rútuferð frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7  kl. 12:30 

Skráning á golfmót FVH 2016 fer fram HÉR!

(Skráning í rútu á fvh@fvh.is)

Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta golfmót sumarsins!

Bestu kveðjur,
golfnefnd FVH

Golfmót FVH 2016 er haldið í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar

Ölgerðin