AKUREYRI – Áhrif bættra samgangna á atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Norðurlandi

allir_runa

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Flugfélag Íslands, stendur fyrir hádegisfundi um samgöngumál í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, föstudaginn 30. janúar 2015, kl. 12:00-13:15.

Góðar samgöngur eru forsenda þess að byggð geti blómstrað sem víðast á landinu og á þessum fundi er sjónum beint að áhrifum samgöngubóta á Norðurlandi.

Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, ræðir um byggðaþróun og samgöngur á Norðurlandi undir yfirskriftinni „Um vinnusókn og búsetu á Norðurlandi“.

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, mun í erindi sínu „Víðsýni og samgöngur“ fjalla um áhrif lélegra samgangna á hugafar og mannlíf en einnig um frelsið sem fylgir góðum samgöngum.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, veltir fyrir sér í fyrirlestrinum „Er ekki tími til kominn að tengja?“ væntanlegum áhrifum Vaðlaheiðaganga á atvinnuuppbyggingu og mannlíf á svæðinu.

Fundarstjóri er Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar í Hofi.

Hádegisfundurinn er öllum opinn og er þátttökugjald 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

FÍogHAsmall
Skráningu er lokið.