Af hverju gerast meðlimur?

Hlutverk FVH er að stuðla að því að félagsmenn, og aðrir áhugamenn um fræðin, njóti fræðslu og endurmenntunar. FVH vill efla kynni og tengsl félagsmanna og hlúa að kjörum þeirra með kjarakönnun FVH.

Félagsgjöld 9,900 kr. á ári

Mánaðarlegir fundir FVH

FVH stendur fyrir reglulegum fundum um málefni líðandi stundar. Stjórn félagsins og framkvæmdastjóri koma að uppbyggingu funda, með áherslu á umfjöllun um málefni og rannsóknir í viðskipta- og/eða hagfræði. Félagsmenn fá frítt á alla viðburði FVH starfsárið 2021-2022, hafa forgang á vinsælli viðburði og geta horft á viðburði sem teknir hafa verið upp inn á Mitt svæði FVH.

Endurmenntun

Fjölmörg tækifæri bjóðast til endurmenntunar hverskonar. Félagið leggur áherslu á samstarf við endurmenntunaraðila sem bjóða upp á úrval námsleiða sem styrkja viðskipta- og hagfræðinga í störfum sínum.  Hægt er að nálgast tilboð fyrir félagsmenn inn á Mitt svæði FVH.

Þekkingarverðlaun FVH

FVH stendur fyrir vali á Þekkingarfyrirtæki ársins sem þykir hafa skarað fram úr á árinu. Á hverju ári er ákveðið þema sem valið er út frá. Einnig eru veitt verðlaun fyrir viðskipta- eða hagfræðing ársins við sama tilefni. Hægt er að lesa nánar um viðburðinn hér.

Kjarakönnun og Launareiknivél FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur framkvæmt kjarakannanir reglulega frá 1997. Tilgangur kjarakönnunar er að gefa félagsmönnum FVH ítarlegar upplýsingar um kjör, áhrif menntunar og annarra þátta í starfsumhverfi þeirra. Félagsmenn FVH hafa aðgang að Launareiknivél FVH í gegnum Mitt svæði FVH.