FVH auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% starf

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% stöðu til vors með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskiptafræða og hagfræða.

Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri félagsins og skipuleggur viðburði í samstarfi við stjórn félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Að hafa lokið menntun í viðskiptafræði eða hagfræði eða að vera að ljúka námi í þessum fögum
  • Skipulagshæfileikar
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Eiga auðvelt með að vinna með fólki
  • Góð tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til 11. janúar og umsóknir og ferilskrá má senda á fvh@fvh.is