Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á KEX Hostel þriðjudaginn 17. nóvember nk.kl.17:00 í Gym&Tonic salnum.
Þetta er þriðji og síðasti fundur FVH í fundaseríunni „Hvernig næ ég draumadjobbinu?“.
Í þetta skiptið verður fjallað um tengslanetið, hvernig best sé að byggja það upp og nýta sér það til framdráttar. Einnig verða frásagnir frá ungum viðskipta- og hagfræðingum sem segja frá þeirra leið að draumadjobbinu, hvaða hindrandir og tækifæri urðu í þeirra vegi og hvernig þeir náðu markmiðum sínum.
Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að búa sér til og nýta tengslanetið.
Dagskrá fundarins:
Tengslanetið mitt – Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góð samskipti
Hvernig fór ég að því að ná draumadjobbinu? – (fyrirlesarar verða auglýstir síðar)
Spurningar úr sal
Boðið verður upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að spjalla við fyrirlesara og aðra fundargesti.
Sætaframboð á fundinn er takmarkað og því hefur skráningu verið lokað. Fundurinn verður tekinn upp og bendum við þeim sem ekki náðu að skrá sig á fundinn að upptakan verður aðgengileg skömmu eftir fundinn.