Olíuverð hefur lækkað mikið undanfarið og gætir áhrifa víða í íslensku efnahagslífi, t.d. á fyrirhugaða orkuleit á Drekasvæðinu, í ferðaþjónustu og á þróun náttúruvænna orkugjafa.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stendur fyrir hádegisfundi föstudaginn 16. janúar um hvernig lækkandi olíuverð breytir landslaginu í viðskiptalífinu og í samfélaginu öllu.
Frummælendur verða Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál og Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons. Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu. Skráningu lauk fimmtudaginn 15.janúar.