Þann 28. janúar stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um tækifærin samhliða olíuleit við strendur Íslands.
Frummælendur verða Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon Energy, Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarmaður í KNI stærsta smásölu og olíudreifingarfyrirtæki Grænlands og Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti.
Á fundinum verður rætt um mögulega atvinnuuppbyggingu samhliða olíuleit og áhrifin á virðiskeðjuna á Íslandi og áhrif á íslenskt efnahagslíf. Einnig verður fjallað um hvort og hvar uppbygging þurfi að fara fram til að þjónusta olíuleit og vinnslu.
Hádegisverðarfundurinn verður á Hilton hótel Nordica frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.
Skráning er hér að neðan: