Starf vetrarins hefst með spennandi og skemmtilegum hádegisverðarfundi þriðjudaginn 17. september kl. 11.45 til 13.00 á Hilton hótel Nordica.
Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Endurmenntunar Háskóla Íslands framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 mínútna „Executive Summary“ eða hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.
Dagskráin er eftirfarandi:
11.45 Virðismat fyrirtækja
Erlendur Davíðsson, hagfræðingur og sjóðsstjóri hjá Júpíter
12.00 Grunnatriði stjórnarsetu – fyrir nýja og verðandi stjórnarmenn fyrirtækja
Arnaldur Hjartarson lögfræðingur frá Yale háskóla og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands
12.15 Grunnatriði í verkefnastjórnun
Sveinn Áki Sverrisson, MPM (Master of Project Management)
12.30 Fjármálabyltingar og kauphallarhrun í 300 ár – Yfirsýn yfir sögu verðbréfaviðskiptaMagnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í Bandarískum stjórnmálum
12.45 Náðu árangri í Google með orðin að vopni
Sigurjón Ólafsson, vefráðgjafi og stundakennari við Háskóla Íslands
Aðgangseyrir er 3.950 kr. fyrir félaga og 5.950 kr. fyrir aðra. Boðið er upp á hádegisverð.
Starf vetrarins hefst klárlega af krafti með hádegisfyrirlestri sem enginn félagsmaður FVH má láta fram hjá sér fara, bókaðu þig strax !
Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands