Óskað er eftir tilnefningum til
Þekkingarverðlaunanna 2017
FVH óskar eftir tilnefningum til þekkingarfyrirtækis ársins og viðskiptafræðings/hagfræðings ársins.
Þema þekkingarverðlaunanna er að þessu sinni „fagmennska og færni í ferðaþjónustu„. Við val á þekkingarfyrirtæki ársins er horft til þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa náð eftirtektarverðum árangi í rekstri og markaðsmálum, unnið í sátt við samfélagið og með ríka umhverfisvitund. Einnig er mikilvægt að fyrirtækin hafi öryggi og gæði að leiðarljósi í öllu sínu starfi.
Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessum sviðum.
Við val á viðskiptafræðing/hagfræðingi ársins verður horft til verðamætasköpunar, framlags til fræða sem og framlags til samfélagsmála.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til föstudagsins 17.febrúar.
Vinsamlegast sendið inn tilnefningar hér.
Þekkingarverðlaunin verða afhent í mars nk. á Þekkingardeginum sem verður auglýstur nánar síðar.