Mentor-verkefni FVH – ekki láta þetta framhjá þér fara!

Untitled

Á síðasta nýliðafundinum okkar í vetur tilkynntum við að metnaðarfull og spennandi dagskrá biði eftir áramót, og munum við hefja leik með því að opna fyrir umsóknir í Mentor verkefni  FVH. Um er að ræða tilraunaverkefni, en mentor verkefni hafa verið notuð hjá fjölda fyrirtækja en hafa ekki verið í boði hjá félagasamtökum á borð við FVH.
Nú þegar hefur verið send út auglýsing um umsóknir frá mögulegum mentorum og voru viðbrögðin mjög góð. Nú auglýsum við aftur á móti eftir þeim óreyndu, sem eru að byrja að fóta sig á vinnumarkaði, eru jafnvel nýútskrifaðir og vilja taka þátt í verkefninu.
Við munu fara af stað með 10-12 mentor sambönd og mun verkefnið hefjast um miðjan febrúar. Stefnt er að því að mentor og skjólstæðingur hittist í um klst í senn, 1-2 í mánuði fram í maí/júní, að lágmarki 6 sinnum.

Við viljum hvetja alla útskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til þess að sækja um í Mentor-verkefninu!
Umsóknir skulu berast á netfangið fvh@fvh.is fyrir miðnætti 8.febrúar nk.

Umsókninni þarf að fylgja:
• Ferilskrá
• Stutt frásögn um þig og þitt áhugasvið, hvers þú væntir að fá úr mentor sambandi og hver framtíðar markmið þín eru. 

Góð lýsing auðveldar okkur að para vel saman skjólstæðinga og mentora, sem er lykilatriði í farsælu mentor sambandi.

Einnig erum við að hefja nýja fundaseríu sem mun bera nafnið „Hvað þarf ég að vita“. Stefnum við á að fara yfir hugtök og atburði sem eru reglulega ofarlega á baugi, en yngri félagsmenn hafa ef til vill ekki fulla þekkingu á. Fundirnir verða áfram opnir öllum, og stefnum við á að hefja leika með fundinum „Hvað þarf ég að vita um Bankahrunið“ og verður hann auglýstur bráðlega.

Að lokum viljum við minna á Facebook síðuna okkar en þar eru auglýstir þeir viðburðir sem eru á döfinni eins og t.d. hádegisverðarfundir félagsins, ýmis námskeið og vinnustofur.